20181210_131103.jpg

SAMSTARF

 

GRÆNFÁNASKÓLAR

Grunnskólinn á Hólmavík og Leikskólinn Lækjarbrekka eru Grænfánaskólar

Grænfáninn er verkefni sem skólar um allan heim taka þátt í, en það eru um það bil 67 lönd og yfir 50 þúsund skólar sem vinna að markmiðum Grænfánans. Grænfána verkefnið er náttúru- og umhverfistengt verkefni sem menntar og hvetur börn og fullorðna til að hugsa betur um náttúruna. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd sjá um Grænfánann á Íslandi. Markmið Grænfánans eru að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.

  • Efla samfélagskennd innan skólans.

  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.

  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.

  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

Unnið er þannig að skólarnir setja sér markmið t.d. að spara rafmagn og pappír eða gróðursetja tré og tína rusl og gera svo allt til að ná því markmiði. Þegar markmiðinu er náð hafa skólarnir unnið sér inn Grænfánann til tveggja ára.

Grænfáninn er gott verkefni því það er góð undirstaða fyrir breytingar sem þarf að gera á jörðinni fyrir framtíðina.

 

SVEITARFÉLAGIÐ STRANDABYGGÐ

„Flokkun auðveldar okkur neytendum að leggja okkar að mörkum í baráttunni fyrir betra og hreinna umhverfi. Plast er t.d mikill skaðvaldur á allt umhverfi og dýralíf og því er það gífurlega mikilvægt að við flokkum plast svo hægt sé að endurnýta það. Svo er það líka þannig að á hverju heimili safnast saman ótrúlega mikið af alls kyns umbúðum í hverri viku, og flokkun auðveldar okkur að halda utan um allt þetta og koma því á réttan stað, þar sem það gæti orðið að verðmætum í stað þess að valda skaða á umhverfinu“.

-Þorgeir Pálsson sveitarstjóri Strandabyggðar

Það er gríðarlega mikilvægt að flokka rusl og skila inn til Sorpsamlagsins í takti við þeirra leiðbeiningar. Ástæðurnar eru margar og góðar í mínum huga: þetta er einfaldasta leiðin sem til er að gera eitthvað áþreifanlegt varðandi mengun í heiminum. Þjónusta Sorpsamlagsins er auk þess til fyrirmyndar, lúgurnar og gámarnir sem maður setur ruslið í eru alltaf opnir og merkingarnar eru skýrar og einfaldar. Svo er samviskan alltaf svo góð þegar maður er nýbúinn að leggja ruslið sitt inn í Sorpsamlagið!
Það er stundum sagt að við sem einstaklingar séum of lítill hluti af hinu stóra samhengi mengunar í heiminum. "Við" getum engu breytt, heldur verða "hinir" að gera eitthvað! Þar er ég svo hjartanlega ósammála. Hugarfarsbreytingin byrjar hjá okkur sem erum bæði börn og fullorðin. Hún heldur síðan áfram með börnunum okkar, sem halda áfram því sem þau alast upp við að sé eðlilegt: að flokka ruslið í stað þess að henda því öllu í ruslatunnuna og pæla ekkert í afleiðingunum. Þannig getum við í samvinnu við kynslóðir framtíðarinnar breytt heiminum!
-Eiríkur Valdimarsson formaður umhverfis og skipulagsnefndar Strandabyggðar

 

HÖFUNDAR SÍÐUNNAR

Heimasíða Sorpsamlags Strandasýslu var unnin af nemendum í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík árið 2018

 

EINAR INDRIÐASON

8933531

Skeiði 3, 510 Hólmavík

©2018 by sorpstrand.is. Proudly created with Wix.com