HVAÐ MÁ EKKI FLOKKA?

Þú sem neytandi getur ákveðið hvort þú kaupir vörur í umbúðum sem ekki er hægt að endurvinna.

Það er ekki hægt að endurvinna frauðplast og svamp, sem er frauðplast efni.


Það er ekki hægt að endurvinna það sem búið er að bræða saman til dæmis plast og málm, eins og nammibréf, prinspóló bréf, snakkpokar, kaffipokar og annað slíkt því það er ekki hægt að aðskilja plastið og málminn.


Einnig er ekki hægt að endurvinna plast, pappa og annað sem eru með matarleifum sem ekki er hægt að ná úr.


Sumt hart plast er ekki hægt að endurvinna og ástæðan fyrir því er að það er búið að endurvinna það einu sinni áður.


Sorpsamlag Strandasýslu tekur við öllu hörðu plasti og  flokkar það.

Það sem ekki er hægt að endurvinna verður því miður að henda í almenna ruslið og urða það.

 
 

HELSTU FLOKKUNAR FLOKKAR

Það er mikilvægt að þrífa vel úr öllum matarumbúðum

Leiðbeiningar um flokkun á rusli


Pappír

Dagblöð, tímarit(glansandi pappír), umslög og umbúðapappír. Ekki setja handþurrkur og eldhúspappír í þennan flokk.


Pappi

Pakkar utan af morgunkorni, kexpakkar, eggjabakkar, pappakassar o.f.l pappa umbúðir.


Fernur

Allar fernur mega fara hér.


Ólitað plast

Allt plast sem er glært og mjúkt t.d plastpokar, plastumbúðir og plastfilma.


Litað plast

Allt plast sem er mjúkt og litað t.d innkaupapokar og umbúðir (plast sem er litað), maís pokar eru ekki plast.


Hart plast

Sjampóbrúsar, tómatsósuflöskur, skyrdósir, jógúrtdósir og aðrar umbúðir úr hörðu plasti.

 

8933531

Skeiði 3, 510 Hólmavík

©2018 by sorpstrand.is. Proudly created with Wix.com