SORPSTRAND.COM

Vinnum saman að bjarti framtíð

Sorpsamlag Strandasýslu, Skeiði 3, 510 Hólmavík

Kennitala: 470786-1329

Símanúmer: 893-3531

Netfang: sorpsamlag@holmavik.is

29136627_218865958857108_6005672715824922624_o.jpg
 

SORPSAMLAG STRANDASÝSLU

Sorpsamlag Strandasýslu var stofnað árið 1997 og þá var keyptur ruslabíll. Byrjað var að keyra um þjónustusvæði Sorpsamlagsins, hirða rusl og fara með það í urðun. Þjónustusvæði Sorpsamlagsins var upphaflega Hólmavík, Drangsnes, Árneshreppur, Bæjarhreppur og hluti af Ísafjarðardjúpinu, en síðar sameinaðist Bæjarhreppur Vestur-Húnavatnssýslu. Árið 2009 byrjaði Sorpsamlagið að flokka og kom upp flokkunarstöð á Hólmavík og var með flokkunargáma á Drangsnes, Norðurfirði og Bitrufirði. Í flokkunarstöðina er hægt að fara með litað plast, glært plast, pappír, pappa, spilliefni, raftæki, gler, ljósaperur, fernur, timbur og málma.

 

Aðalflokkunarstöð sorpsamlagsins að Skeiði 3 á Hólmavík.

Inn um lúgur er flokkað hart plast, litað plast, glært plast, fernur, pappa og pappír. Í minni gáma og tunnur er flokkað gler, minni rafmagnstæki, spilliefni, perur og málmhlutir af minni gerðinni. Þar er líka timburgámur og gámur fyrir málma, tekið er á móti stórum rafmagnstækjum og dekkjum og úrgangsolíu er skilað í tank. Auk þess er á aðalflokkunarstöð flösku- og dósagámur Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík, fatasöfnunarkassar Rauða krossins og nytjagámur þar sem fólk getur skilað heilum notuðum hlutum til að aðrir geti notið góðs af.


Í flokkunargáma sem eru staðsettir á svæði Sorpsamlagsins um  er hægt að flokka það sama og í flokkunarstöðinni á Hólmavík.


Staðsetning flokkunargáma:

Bitrufjörður við Krossá

Drangsnes við Fiskvinnsluna

Norðurfjörður við höfnina


Urðunarstaður sorps:

Í landi Skeljavíkur við Víðidalsá

 

FERÐIR RUSLABÍLS

Hólmavík 

Annan hvern mánudag.

Drangsnes  

Annan hvern mánudag.

Sveitin suður  

Þriðja hvern þriðjudag (vetur) og  annan hvern þriðjudag (sumar).

Árneshreppur  

Annan hvern miðvikudag (sumar) og þegar veður leyfir (vetur).

Ísafjarðardjúp  

Annan hvern fimmtudag (sumar) og eftir þörfum (vetur).

 

HAFA SAMBAND VIÐ SORPSAMLAGIÐ

Skeiði 3, 510 Hólmavík

8933531

 

8933531

Skeiði 3, 510 Hólmavík

©2018 by sorpstrand.is. Proudly created with Wix.com